top of page
Tendraðu lífskraftinn

3 DAGAR/ ​2 NÆTUR

 

Tendraðu sköpunarkraftinn innra með þér

í nærandi umhverfi Laugarvatns.

Í þessari helgarferð vekjum við lífskraftinn með jóga og hugleiðslu, sköpun, grímugerð, máttarathöfnum og jógadansi.

 

Verð frá: 45.000 kr.

Innifalið er fullt fæði, gisting, námskeiðsgögn og baðupplifun í Laugarvatn Fontana.

 

Leiðbeinendur: Sólveig Katrín Jónsdóttir listmeðferðarfræðingur og seiðkona og 

Þórey Viðarsdóttir jógadansleiðbeinandi og jógakennari. Um utanumhald sér Helga Sóley Viðarsdóttir. Kennt verður á íslensku.

6.-8. febrúar 
2015

Tendraðu lífskraftinn

Jóga og hugleiðsla ~ Sköpun ~ Grímugerð

Máttarathafnir ~ Jógadans ~ Slökun í heilsulind

6.-8. febrúar 2015

Laugarvatni

„ Á andlegu ferðalagi er þörfin á traustum, kærleiks- og 

hugmyndaríkum leiðbeinendum í fyrirrúmi og þar uppfylltu Sólveig og Þórey

allar mínar kröfur, sem opnaði fyrir dyr sannleika og innsæis.

 

Linda Mjöll Stefánsdóttir hönnuður án landamæra

Töfrar í Þórsmörk 2014

Ógleymanleg upplifun

Myndir úr ferðum Mother Earth Retreat í Húsafell, á Hótel Hengil, til Þingvalla og í Þórsmörk.

Be inspired by Iceland

Dagskrá helgarinnar

Gisting og námskeiðahald fer fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni.

Í boði verður orkumikill og heilsusamlegur grænmetismatur.

 

 

FÖSTUDAGUR 6.febrúar

15:00    Við komum okkur þægilega fyrir og stillum okkur inn á frið og fegurð                   Laugarvatns

16:00    OPNUNARATHÖFN

18:30    Kvöldmatur

20:00   Eldathöfn- Við munum hreinsa það gamla og undirbúa okkur undir að                   endurnýja krafta okkar

 

 

LAUGARDAGUR 7. febrúar 

08:15    Grænn orkudrykkur    

08:30   Mjúkt jógaflæði, öndunaræfingar og hugleiðsla

09:30   Morgunmatur

10:30    Jógadans

 

„Í gegnum Jógadansinn losum við um streitu og hömlur....

finnum frelsi til að leyfa skapandi tjáningu að flæða fram.

Við upplifum magnað ferðalag um orkustöðvar líkamans

sem hver og ein hefur sinn eiginleika og kraft.  

Dansa, anda, heila, svitna, tóna, tengja...

finna sælu og vellíðan á líkama, huga og sál!“

 

Þórey Viðarsdóttir jógadansleiðbeinandi og jógakennari

 

 

13:00    Hádegismatur

14:00    Máttarleiðangur í náttúrunni (Vision Quest) 

15:30    Grímugerð-fyrri hluti.

 

„Við munum hugleiða inn á kraft okkar og dulda eiginleika

og í framhaldi skapa máttarandlit okkar með grímugerð.

Við leyfum okkar villta, skapandi eðli að koma fram og

tengjumst okkar innri mætti á áþreifanlegan og táknrænan hátt.

Ferlið sjálft er mögnuð upplifun og er í raun máttargjörð.“

 

Sólveig Katrín Jónsdóttir listmeðferðarfræðingur og seiðkona

 

 

18:00   Kvöldmatur

19:30   Frjáls tími- Laugarvatn Fontana, heilsulind

 

 

SUNNUDAGUR 8. febrúar

08:15    Grænn orkudrykkur    

08:30   Mjúkt jógaflæði, öndunaræfingar, hugleiðsla

09:30   Morgunmatur

10:30    Grímugerð- seinni hluti.

 

Undir máttugum trommuslætti verðum við leidd í innri

heima okkar og biðjum um leyfi að fá að birta máttarásjónu

okkar sem verður svo skreytt, máluð og færð inn í efnið.

 

12:30    Hádegismatur

14:00    LOKAATHÖFN

 

*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar

 

 

Heimasíður:

Héraðsskólinn á Laugarvatni

Laugarvatn Fontana

 

Verð 
Innifalið í verði er gisting, fullt fæði, námsskeiðsgögn og baðupplifun í Laugarvatn Fontana.

- Gisting í svefnsal í rúmgóðum og þægilegum kojum 45.000 kr.

- Gisting í tveggja manna herbergi  49.000 kr.

 

 

Skráning

 

Skráning fer fram á netfangið: info@motherearthretreat.com

Staðfestingargjald er kr. 15.000 og greiðist fyrir 22.desember 2014 með millifærslu;

Reikningsnúmer 0326-26-3639, kt. 070175-3639 (Sólveig Katrín Jónsdóttir)

 

bottom of page